Fleiri Ítalíu fréttir

Hæ,

Ég er ennþá hérna. Ég skrapp reyndar til Danmerkur á miðvikudag og kom tilbaka til Rómar í gærkvöldi. Náði heilum 26 tímum í Danmörku. Ég þurfti að mæta hjá félögum mínum í atvinnuleysispakkanum...eitthvað tregir þar að leyfa mér að mæta síðar og svo fór ég í atvinnuviðtal í Köben hjá www.ups.com. Þessi ferð lukkaðist nú bara frekar vel og ég vil þakka Heiðu sérstaklega fyrir allt skutlið í gærmorgun og allt það span.

Ég hitti gríslingana mína líka og það var nú ekki leiðinlegt. Ferlega gaman að hitta þau og ég hlakka jafnvel ennþá meira til þegar ég kem tilbaka.

Þessi ferð verður nú líklega til þess að ég græði nú takmarkað á þessu Ítalíudæmi en reynslan og upplifunin er þó það sem ég tek með mér og það er meira en einhver mínus á bankabók. Þannig að ég held að ég hafi gert rétt með að fara hingað og víkka aðeins þennan hring sjóndeildar.

Á morgun er svo stefnan sett á Júróvisjón og Kosningapartí hjá einum íslendingi hérna í bæ sem reyndar vinnur hjá FAO. Ég hlakka til að sjá hvernig það verður, en ætli Júróið verði ekki eitthvað dræmt fyrst að Rauðskalli komst ekki áfram. Ég fer reyndar fram á nafnabreytingu á Júróvisíón og köllum þetta Júró East.

Ég er að hnoða myndum á netið og þær er að finna á eftirfarandi slóð:

http://picasaweb.google.com/arnar.thor

Annars er lítið að frétta...bjór og matur áfram jafngóður og vínið ekki verra.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Tja hérna....aldeilis...
Minni þó á London í næstu viku (ef þú er búinn að gleyma hehe).
g
Nafnlaus sagði…
þetta er allt saman pólitískt samsæri þetta Júró... veistu mér finnst bara að þetta øst på pakk þarna gæti bara haldið sína eigin rússahúfukeppni og látið alvöru genúín svíjajúrópopp í friði...
Takk fyrir síðast, frábært að ná að hitta á þig þarna í Lyntúrnum þínum... njóttu síðustu salamidaganna....
knus Heiðagella

Vinsælar færslur